Aron Einar besti maður vallarins í fræknum sigri Íslands

Frábærir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Króatíu í I-riðli undankeppni HM í Rússlandi þegar liðin mættust fyrir framan troðfullum Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Akureyringarnir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason voru á sínum stað í byrjunarliði Íslands og skiluðu báðir góðri frammistöðu en Birki var skipt af velli á 80.mínútu enda var hann að spila sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Aron Einar spilaði allan leikinn og bar fyrirliðabandið eins og ávallt.

Flestir fjölmiðlar landsins eru á sama máli um frammistöðu þeirra tveggja. Aron Einar var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins og Birkir skilaði sínu. Hér að neðan gefur að líta umsagnir frá Fótbolta.net, Vísi og 433.is.

Fótbolti.net

Aron Einar Gunnarsson 9 – Maður leiksins
Fór fyrir sínum mönnum í dag. Lét stórstjörnur Króata hverfa á Laugardalsvellinum. Öflugri en oft áður í sendingum.

Birkir Bjarnason 7 (’80)
Oft verið meira áberandi enda leikformið lítið.

Vísir

Aron Einar Gunnarsson 8 – maður leiksins
Frábær leikur hjá fyrirliðanum. Vann gríðarlega vel, slökkti elda út allan völl og gaf miðjumönnum Króatíu lítinn tíma með boltann. Skilaði boltanum vel frá sér.

Birkir Bjarnason 6
Átti ágætis spretti og vann vel.

433.is

Aron Einar Gunnarsson 8
Fyrirliðinn var eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni í dag, náði að loka á Modric og aðra miðjumenn Króatíu með glæsilegum árangri.

Birkir Bjarnason (´80) – 7
Það leit ekki út fyrir að Birkir hefði ekki spilað fótbolta í þrjá mánuði, sterkur eins og alltaf.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó