Aron Einar ætlar sér að ná HM

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fór í aðgerð á mánudag vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Cardiff í ensku Championship deildinni í síðustu viku.

Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í sögunni á HM næsta sumar en keppnin fer fram í Rússlandi. Óttast var að meiðsli Arons gætu haft þær afleiðingar að hann myndi missa af keppninni en Aron er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.

Eftir aðgerðina er þó talið líklegt að Aron verði orðinn heill í tæka tíð til að leiða liðið til leiks í júní. Aron segir að meiðslin hafi ekki verið eins slæm og hann hafi óttast en að tíminn frá því að hann meiddist fram að því að hann hafi fengið niðurstöður um hversu alvarleg þau væru hafi verið einhver sá óþægilegasti sem hann hafi lifað.

„Ég er þakk­lát­ur fyr­ir þann kraft sem sett­ur hef­ur verið í að meðhöndla mig. Stjórn­end­ur Car­diff sem og þeir sem starfa hjá ís­lenska landsliðinu eru bún­ir að slá í takt und­an­gengna daga og það eru all­ir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjót­ust­um bata. Aðgerðin á mánu­dag­inn heppnaðist vel og í dag byrj­ar ferlið þar sem ég vinn mig smám sam­an aft­ur af stað. Þetta verður hvorki þægi­legt né skemmti­legt, en það breyt­ir mig engu. Ég er bjart­sýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð,segir í fréttatilkynningu frá Aroni.

Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM gegn Argentínu eftir 45 daga. Leikurinn fer fram á Ok­ritie Ar­ena leik­vang­in­um í Moskvu. Aron Einar ætlar sér að verða klár fyrir þann leik. „Ég ætla mér á HM, svo ein­falt er það,” seg­ir Aron.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó