Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson verður valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik í dag samkvæmt mbl.is. Ísland mætir Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildar UEFA 27. september.
Aron hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan 8. júní 2021 í vináttulandsleik gegn Póllandi.
Ríkissaksóknari felldi á dögunum niður mál gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem voru sakaðir um að hafa nauðgað konu í Kaupmannahöfn árið 2010.
Aron Einar var fyrirliði landsliðsins í besta liði sem Ísland hefur átt og leiddi liðið á tvö stórmót í knattspyrnu. Þau fyrstu í sögu Íslands. Hann er í dag leikmaður Al Arabi í Katar.
Landsliðshópurinn verður staðfestur eftir hádegi í dag.
Eldri frétt: Aron Einar ekki í landsliðshópnum – Arnar segist hafa tekið ákvörðunina sjálfur
UMMÆLI