Aron Dagur í Völsung

Aron Dagur Birnuson

Völsungur hefur fengið markmanninn Aron Dag Birnuson á láni frá KA. Aron mun því leika með Húsavíkurliðinu í 2. deild karla í sumar.

Aron Dagur, sem er fæddur árið 1999, hefur verið varamarkvörður KA undanfarin ár en liðið fékk til sín Cristian Martinez frá Víkingi Ólafsvík í vetur og var því ljóst að tækifæri Arons Dags yrðu af skornum skammti.

Aron á að baki þrjá leiki með U19 ára landsliði Íslands og 12 leiki með U17 ára landsliðinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó