Aron Birkir, Aron Dagur og Daníel boðaðir til landsliðsæfinga

Aron Dagur Birnuson

Aron Birkir Stefánsson, Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson hafa verið boðaðir til úrtaksæfinga með íslenska U19 ára landsliði karla undir leiðsögn Þorvalds Örlygssonar.

Þeir voru allir hluti af U19 ára landsliðshópi Íslands sem tók þátt í undankeppni Evrópumótsins 2018 í síðasta mánuði sem leikin var í Búlgaríu. Þar skoraði Daníel meðal annars í svekkjandi tapi gegn Englandi.

Æfingarnar, sem verða tvær, munu fara fram dagana 28. og 29. desember í Egilshöllinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó