NTC

Arnór Þór markahæstur í tapi gegn toppliðinu

Arnór Þór setti átta

Leikið var í þýska handboltanum í kvöld. Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer biðu lægri hlut þegar þeir heimsóttu topplið Flensburg. Lokatölur 32-25 fyrir Flensburg.

Bergischer hefur verið á góðu róli undanfarið og þeir héldu lengi vel í við firnasterkt lið Flensburg. Staðan í leikhléi jöfn, 16-16. Í síðari hálfleik settu heimamenn svo í annan gír og unnu að lokum nokkuð öruggan sjö marka sigur.

Arnór Þór var virkilega öflugur í horninu hjá Bergischer og var markahæsti leikmaður liðsins með átta mörk úr ellefu skotum. Einn maður á vellinum skoraði meira, danski hornamaðurinn Anders Eggert sem gerði níu mörk fyrir Flensburg.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó