Arnór Þór Gunnarsson reyndist hetja Bergischer þegar liðið vann lærisveina Rúnars Sigtryggssonar í Balingen með minnsta mögulega mun í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Arnór Þór skoraði sigurmarkið úr vítakasti í lok leiktímans og tryggði Bergischer 23-22 sigur. Arnór var jafnframt markahæsti leikmaður vallarins með 8 mörk úr 11 skotum. Afar mikilvægur sigur enda um fallbaráttuslag að ræða.
Það var einnig leikið í þýsku B-deildinni í dag og þar voru fastir liðir eins og venjulega þar sem Sigtryggur Daði Rúnarsson var markahæsti leikmaður Aue sem tapaði fyrir Wilhelmshavener á útivelli, 33-27.
Sigtryggur Daði skoraði 7 mörk úr 14 skotum og Árni Þór Sigtryggsson bætti við 2 mörkum úr 6 skotum.
UMMÆLI