Akureyrskir handknattleiksmenn erlendis hafa í nógu að snúast þessa dagana í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð.
Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk úr sjö skotum þegar Emsdetten vann öruggan sigur á Neuhausen í þýsku B-deildinni. Lokatölur 31-23 fyrir Emsdetten.
Í sömu deild skoraði Árni Þór Sigtryggsson sex mörk úr tíu skotum og Sigtryggur Daði Rúnarsson bætti við tveim mörkum úr fimm skotum þegar Aue sigraði Empor Rostock með ellefu mörkum, 34-23.
Arnór Atlason og félagar í Álaborg leika afar mikilvægan leik á morgun, þriðjudag, þegar þeir mæta Bjerrinbro-Silkeborg í oddaleik undanúrslitanna. Leikurinn fer fram á heimavelli Álaborgar og liðið sem vinnur leikinn fer í úrslitaeinvígi um danska meistaratitilinn gegn Skjern.
Atli Ævar Ingólfsson skoraði eitt mark þegar lið hans, Savehof tapaði með minnsta mun fyrir Alingsas í undanúrslitum í Svíþjóð, 23-24. Alingsas leiðir einvígið 2-1 og þarf einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í lokaúrslitum.
UMMÆLI