Arnór og Arnór skoruðu þrjú mörk

image

Á toppnum í Danmörku.

Nafnarnir og landsliðsmennirnir Arnór Atlason og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir í eldlínunni með liðum sínum, Álaborg og Bergischer, í dag.

Arnór Atlason skoraði þrjú mörk þegar Álaborg vann tíu marka sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni en lokatölur urðu 16-26. Arnór og félagar tróna á toppi deildarinnar eftir níu umferðir.

Arnór Þór Gunnarsson átti heldur erfiðara verkefni fyrir höndum því lið hans, Bergischer, fékk stórlið Rhein-Neckar Löwen í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni.

Arnór Þór skoraði þrjú mörk úr sex skotum í þriggja marka tapi en íslenski landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Löwen.

UMMÆLI