Arnór með 10 mörk í stórsigri Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson

Arn­ór Þór Gunn­ars­son fór mikinn í liði Bergischer sem sigraði Nordhorn auðveldlega á heimavelli í þýsku B-deildinni í handbolta. Lokatölur leiksins urðu 29-18.

Arn­ór fór einu sinni sem oft­ar fyr­ir sín­um mönn­um og skoraði 10 mörk fyr­ir Berg­is­her, 6 þeirra af vítalín­unni. Berg­ischer hef­ur unnið alla 11 leiki sína er með 22 stig á toppn­um og er með fjög­urra stiga for­ystu í deildinni.

Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen sem vann stórsigur á Konstanz 32-22. Sigtryggur Daði Rúnarsson komst ekki á blað.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó