Arnór markahæstur í toppslagnum

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið magnaður í vetur

Arnór Þór Gunnarsson var frábær í sigri Bergischer á Bietighem í Þýsku B-deildinni í handknattleik. Arnór skoraði níu mörk í leiknum en liðin eru í tveimur efsti sætum deildarinnar.

Bergischer sigraði toppslaginn örugglega 33-23 en liðið hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og eru nú með 9 stiga forskot á Bietigheim í 2. sætinu.

Arnór Þór hefur verið magnaður með liðinu á tímabilinu en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 123 mörk í 10 leikjum. Arnór lét sér ekki nægja að skora níu mörk gegn Bietighem heldur var hann með 100% skotnýtingu og var markahæstur á vellinum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó