Arnór markahæstur í góðum sigri – Fyrsta tap Balingen

Arnór Þór Gunnarsson

Arnór Þór Gunnarsson fór á kostum í sigri Bergischer á Hagen í þýsku B-deildinni í handbolta. Arnór skoraði 8 mörk og var markahæstur í 29-20 sigri. Arnór hefur farið frábærlega af stað með Bergischer og verið lykilmaður í liðinu sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni í vetur. Liðið situr nú á toppi deildarinnar.

Lærisveinar Rúnars Sigtryggsonar í Balingen töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni þegar liðið mætti Coburg á útivelli. Lokatölur 32-25 fyrir Coburg. Oddur Gretarsson sem hefur farið vel af stað með Balingen skoraði 1 mark en Sigtryggur Daði Rúnarsson komst ekki á blað.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó