NTC

Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum

Iceland v Denmark Eight Finals - 24th Men's Handball World ChampionshipArnór Atlason hefur undanfarin ár verið algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta en þessi 32 ára gamli leikstjórnandi sló í gegn með KA snemma á þessari öld og var aðeins tvítugur að aldri þegar hann var keyptur til þýska stórliðsins Magdeburg sem var þá í fremstu röð í Evrópu.

Allar götur síðar hefur Arnór leikið erlendis og á hann afar farsælan atvinnumannaferil en hann hefur meðal annars orðið danskur meistari í þrígang. Hann hefur leikið í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku þar sem hann leikur nú með Álaborg sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Arnór er einn leikreyndasti leikmaður íslenska landsliðsins sem leikur tvo mikilvæga leiki á næstu dögum. Arnór á 182 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og hefur skorað 418 mörk ásamt því að leggja upp fjöldann allan af mörkum.

Nærmynd af Arnóri Atlasyni – Svakalegt úrvalslið

8c140e5a-5758-489b-9cb3-010d366e2721

Arnór leikur með Álaborg í Danmörku

Kaffið.is fékk Arnór til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

Sætasti sigur á ferlinum: Evrópumeistarar með U-18 2003. Ótrúlega skemmtilegt mót sem mun aldrei gleymast.

Mestu vonbrigðin: Nokkrar silfurmedalíur sem ég væri til í að skipta út fyrir gull, sérstaklega tvær úr EHF keppninni og svo auðvitað Ólympíumedalíunni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Ætli Óli Stef sé ekki bæði sá besti sem ég hef spilað með og sá besti sem ég hef mætt.

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Arsenal og Barcelona

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Thierry Henry

Fyrirmynd í æsku: Atli Hill og félagar í því landsliði

Uppáhalds staður í öllum heiminum: Akureyri

Mest pirrandi andstæðingur? Franska landsliðið

Ertu hjátrúarfullur? Minna og minna

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annar íþrótt, hver væri það? NFL

Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með: Þetta er nú með því erfiðara sem ég hef gert þannig að ég ætla að velja tvo í hverja stöðu.

Markmaður: Bjöggi Gúst og Steinar Ege

Vinstra horn: Guðjón Valur og Kretzschmar

Vinstri skytta: Mikkel Hansen og Aron Pálmarsson

Miðjumaður: Snorri Steinn og Jonni Magg

Hægri skytta: Óli Stef og Ásgeir Örn

Hægra horn: Addi Mall og Lasse Svan

Línumaður: Robbi Gunn og Stelmokas

Alexander Pettersson og Fúsi (Sigfús Sigurðsson) kæmu svo líka inní vörnina

Sjá einnig

Haukur Heiðar Hauksson í nærmynd – Myndi aldrei spila með Þór

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Birkir Heimisson í nærmynd – Zlatan í uppáhaldi

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Sambíó

UMMÆLI