Gæludýr.is

Arnór Atlason danskur meistari í fjórða sinn

Arnór Atlason

Arnór Atlason og félagar í Álaborg tryggðu sér í dag Danmerkurmeistaratitilinn í handbolta þegar liðið vann sjö marka sigur á Skjern, 25-32, á heimavelli Skjern en liðin höfðu áður gert jafntefli á heimavelli Álaborgar.

Arnór komst ekki á blað í leiknum en Buster Juul var markahæstur í liði Álaborgar með níu mörk og næstur kom Sander Sagosen með sjö mörk.

Þetta er þriðji Danmerkurtitill Álaborgar en liðið varð einnig deildarmeistari á þessari leiktíð. Þetta er hinsvegar í fjórða skiptið sem Arnór Atlason vinnur til gullverðlauna í Danmörku en hann hefur áður orðið meistari með FCK og AG.

Sjá einnig

Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó