Arnór Atlason og félagar í Álaborg eru komnir í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir afar öruggan sigur á Skjern í dag.
Arnór skoraði eitt mark í átta marka sigri Álaborgar en Álaborg var með bakið upp við vegg og þurfti að vinna leikinn til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. Lokatölur 32-24.
Álaborg mæti Bjerringbro-Silkeborg í undanúrslitunum þar sem vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslitaeinvígi um danska meistaratitilinn.
UMMÆLI