NTC

Arnór Atla og félagar komnir í undanúrslit

image

Arnór Atlason

Arnór Atlason og félagar í Álaborg eru komnir í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar eftir sigur á GOG í hörkuleik í kvöld.

Álaborg er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar á meðan GOG er að berjast í neðri hluta deildarinnar og voru Arnór og félagar því mun sigurstranglegri fyrir leikinn.

Þeir höfðu frumkvæðið framan af og voru sex mörkum yfir í leikhléi, 16-10. GOG gafst hinsvegar ekki upp og náði að jafna leikinn um miðbik síðari hálfleiks. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi en Álaborg hafði að lokum tveggja marka sigur, 31-29.

Arnór skoraði eitt mark í leiknum en hann kemur nú heim til Íslands og tekur þátt í undankeppni EM með íslenska landsliðinu í næstu viku.

Sambíó

UMMÆLI