Dönsku deildarkeppninni lauk í gærkvöldi þegar Álaborg tapaði á útivelli fyrir Holstebro, 26-24. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir Álaborg.
Þrátt fyrir tapið endar Álaborg í 1.sæti deildarinnar en liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð. Nú tekur við fjögurra liða úrslitakeppni sem hefst 9.apríl næstkomandi þar sem Álaborg, Skjern, GOG og Kolding keppa um danska meistaratitilinn.
Á sama tíma var Geir Guðmundsson í eldlínunni með Cesson-Rennes í frönsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þrjú mörk úr sex skotum þegar liðið steinlá fyrir AIX, 34-25.
Sjá einnig
Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum
UMMÆLI