NTC

Árni Þór nýr yfirkokkur á Rub23

Árni Þór nýr yfirkokkur á Rub23

Árni Þór Árnason, matreiðslumeistari, er nýr yfirkokkur á veitingastaðnum Rub23 á Akureyri. Árni hóf störf á mánudaginn, 1. maí. Hann starfaði áður sem yfirkokkur á Strikinu á Akureyri en lét af störfum í september í fyrra og hóf störf sem „Chef and catering manager“ í vinnubúðunum á Grenivík þar sem unnið er við hótelið Höfði Lodge. Þetta kemur fram á Veitingageirinn.is.

„Ru­b23 er alltaf Ru­b23 og er búið að skapa sér nafn og concept eins og fólk þekk­ir. Það verða ekki mikl­ar breyt­ing­ar til að byrja með svona fyr­ir sum­arið, held­ur smyrja vél­ina bara og fara yfir hlut­ina. Svo með haust­inu fara kannski að sjást ein­hverj­ar breyt­ing­ar, nýir rétt­ir og von­andi eitt­hvað meira spenn­andi,“ sagði Árni í sam­tali við Veit­inga­geir­ann.

Árni er einnig einn af for­sprökk­um Arctic Chal­lenge sem eru fé­lags­sam­tök gerð til þess að efla hug­vit og ástríðu veit­inga­manna á Norður­landi.

Sjá einnig: Snædís og Andri stóðu uppi sem sigurvegarar í Arctic Challenge

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó