NTC

Árni Þór næstmarkahæstur í langþráðum sigri Aue

portraitbild_3463_517_cf612_fit_375x500

Mikilvægur

Leikið var í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld þar sem Íslendingalið Aue fékk Ferndorf í heimsókn.

Um afar mikilvægan leik var að ræða þar sem bæði lið hafa byrjað leiktíðina afar illa og eru að berjast í neðri hlutanum.

Aue hafði eins marks sigur, 24-23 í spennuþrungnum leik sem var jafn á nær öllum tölum.

Árni Þór Sigtryggsson átti góðan leik í liði Aue og var næstmarkahæsti maður liðsins með fjögur mörk í átta skotum. Sigtryggur Daði Rúnarsson var hinsvegar fjarri góðu gamni.

Annar sigur Aue á leiktíðinni en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir níu leiki.

Sjá einnig

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sambíó

UMMÆLI