Árni Freyr og Elvar ráðnir sem aðstoðarverkstjórar hjá Síldarvinnslunni

Mynd: Húnbogi Sólon

Tveir ungir aðstoðarverkstjórar hafa verið ráðnir til starfa í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þetta eru þeir Árni Freyr Arngrímsson og Elvar Ingi Þorsteinsson. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar.

Árni er fæddur og uppalinn Akureyringur og er að ljúka sjávarútvegsnámi í Háskólanum á Akureyri. Hann hefur starfað á frystitogara Samherja við síldar- og makrílfrystingu síðustu sex sumur og starfaði auk þess sumarlangt í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Árni mun vinna að lokaritgerð sinni í sjávarútvegsnáminu í samvinnu við Síldarvinnsluna.
Elvar Ingi er Norðfirðingur og lauk námi í markaðsfræðum frá Háskólanum í Árósum í Danmörku árið 2014.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó