Hornamaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Árni Bragir er 25 ára hægri hornamaður sem einnig getur leikið í hægri skyttu. Hann gengur til liðs við KA frá danska úrvalsdeildarliðinu KIF Kolding.
Áður en hann fór til Danmerkur fór hann mikinn með liði Aftureldingar og var hann til að mynda markahæsti leikmaður leikmaður liðsins tímabilin 2015-2016, 2016-2017 og 2017-2018.
Á vef KA segir að það sé ljóst að koma Árna Braga norður muni styrkja KA liðið mikið fyrir komandi vetur og að til mikils sé ætlast af leikmanninum.
„KA hefur á undanförnum árum byggt upp lið sem hefur fest sig í sessi í deild þeirra bestu og ætlar sér nú að gera enn betur. Við bjóðum Árna Braga velkominn norður,“ segir í fréttatilkynningu á KA.is.
UMMÆLI