NTC

Arnar Elíasson og Ólöf Magnúsdóttir Íslandsmeistarar í CrossFit

Hér má sjá keppendur Crossfit Akureyri en á myndina vantar Ólöfu Magnúsdóttur.

Hér má sjá keppendur Crossfit Akureyri en á myndina vantar Ólöfu Magnúsdóttur.

Íslandsmótið í CrossFit var haldið um helgina og eins og Kaffið.is greindi frá fyrr í vikunni sendum við Akureyringar 10 keppendur til leiks.

Mótið fór fram víðs vegar um borgina en lokadagagurinn var í dag í Digranesi í Kópavogi. Hægt er að fylgjsat með keppninni í dag á Snapchat aðgangi CrossFit Akureyri en notendanafnið þar er: crossfitak

Allir keppendur Crossfit Akureyri stóðu sig með miklum sóma en þau Arnar Elíasson og Ólöf Magnúdóttir gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér Íslandsmeistaratitil í sínum flokkum.

Arnar í flokki 35-39 ára og Ólöf í flokki 55-59 ára. Þetta er annað árið í röð sem Arnar vinnur titilinn í flokknum.

Til hamingju Arnar og Ólöf!

Sambíó

UMMÆLI