NTC

Arna Ýr leggur hælana á hilluna

arna-yr
Arna Ýr Jónsdóttir hefur ákveðið að hætta við að taka þátt í Miss Grand International 2016 sem fram fer næstu helgi. Arna, sem er nú stödd í Las Vegas við undirbúning, fékk skilaboð frá eiganda keppninnar að hún þyrfti að grennast. Eigendur keppninnar sögðu í gær að málið væri misskilningur en Arna hefur engu að síður ákveðið að hætta við þátttöku.

Í Facebook færslu sem Arna sendi út nú fyrir skemmstu segist hún ætla að standa upp fyrir sjálfri sér, konum og íslensku þjóðinni. Hún ætli ekki að láta neinn segja sér að hún sé of feit.

Arna segir að yndislegt fólk hafi haft samband við sig og aðstoðað sig við að komast heim og hún hafi nú yfirgefið hótelið og fari heim sem sigurvegari.

Vel gert Arna!

Sambíó

UMMÆLI