Arna Sif valin leikmaður ársins í Bestu deild kvenna

Arna Sif valin leikmaður ársins í Bestu deild kvenna

Akureyringurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir var valin leikmaður ársins í Bestu deild kvenna af leikmönnum deildarinnar. Arna er í dag leikmaður Vals sem vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitla í sumar.

Arna Sif átti stóran þátt í velgengni félagsins í sumar en hún gekk í raðir liðsins frá Þór/KA fyrir tímabilið.

Verðlaunin voru afhent í uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna á Stöð 2 Sport síðasta laugardag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó