Arna Sif til Verona

Mynd: heimasíða Verona.

Arna Sif Ásgrímsdóttir er gengin til liðs við ítalska félagið Verona. Þetta var gert opinbert í dag en Arna Sif flaug til Ítalíu á mánudaginn var.
Arna hefur leikið tólf A-landsleiki og var einnig hluti af landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. Síðustu tvö tímabil hefur hún leikið með Val en Arna er ættuð úr þorpinu og spilaði alltaf á undan því með Þór/KA.
Í síðasta mánuði samdi knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir einnig við félagið og eru þær því orðnar tvær í félaginu.

Verona lenti í þriðja sæti í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó