30 desember 2019 | Páll Jóhannesson
Arna Sif og Júlíus Orri íþróttafólk Þórs 2019
Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir og körfuboltamaðurinn Júlíus Orri Ágústsson eru íþróttafólk Þórs 2019. Þetta kemur fram á vef félagsins.
Íþróttafélagið Þór hélt sitt árlega verðlauna- og viðurkenningahóf í gærkvöldi þar sem hápunktur kvöldsins var þegar lýst var kjöri á íþróttafólki Þórs 2019.
Auk þess var landsliðsfólk félagsins heiðrað sem og það íþróttafólk sem unnið hafði Íslandsmeistaratitla á árinu. Þá var var fjölmörgum félögum veitt brons- og gullmerki Þórs.
Aðalræðumaður kvöldsins var knattspyrnukonan Sandra María Jessen og tónlistaratriði kvöld var í boði Halldórs Kristins Harðarsonar og flutti hann lagið sitt ,,Þorpið mitt” sem hann samdi fyrir félagið á árinu.
Mynd: thorsport.is
UMMÆLI