NTC

Arna Sif aftur í Þór/KA

Arna Sif Ásgríms­dótt­ir, landsliðsmiðvörður í knatt­spyrnu, hef­ur ákveðið að snúa aft­ur í raðir Þórs/​KA og mun leika með Íslands­meist­ur­un­um á kom­andi keppn­is­tíma­bili.

Arna Sif og Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir léku með Verona á Ítal­íu fyrri hluta vetr­ar en hafa nú loks fengið samn­ingi sín­um við fé­lagið rift. Berg­lind er því kom­in aft­ur í Breiðablik, sem lánaði hana til Verona. Þær lýsa dvöl­inni hjá ít­alska fé­lag­inu sem hálf­gerðri mar­tröð í ít­ar­legu viðtali við Morg­un­blaðið í fyrra­málið.

Arna Sif lék síðast með Þór/​KA árið 2014 en hún er upp­al­in hjá fé­lag­inu og var mátt­ar­stólpi í liðinu um ára­bil, til að mynda árið 2012 þegar það varð Íslands­meist­ari í fyrsta sinn.

Þessi 25 ára gamla landsliðskona fór frá Þór/​KA til Gauta­borg­ar og lék í sænsku úr­vals­deild­inni sum­arið 2015, en lék svo með Val sum­arið 2016 og síðasta sum­ar, áður en hún gekk í raðir Verona.

Arna Sif á að baki 12 A-lands­leiki og lék sitt fyrsta tíma­bil í efstu deild árið 2007.

Frétt mbl.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó