NTC

Ármann Pétur og Sveinn Elías framlengja við Þór

Ármann Pétur og Sveinn Elías framlengja við Þór

Í dag framlengdu knattspyrnumennirnir Ármann Pétur Ævarsson og Sveinn Elías Jónsson samninga sína við Þór til eins árs.

Ármann Pétur Ævarsson er 33 ára gamall og á að baki 283 leik með meistaraflokki og í þeim leikjum hefur hann skorað 68 mörk. Ármann Pétur, sem er uppalinn Þórsari hefur leikið allan sinn feril með Þór og komin í hóp leikjahæstu manna hjá Þór. Ármann Pétur á 61 leik að baki með Þór í efstu deild og í þeim leikjum skoraði hann 8 mörk.

Sveinn Elías Jónsson 31 árs gamall og á að baki 264 leiki og í þeim hefur hann skorað 56 mörk. 60 leiki í efstu deild með Þór og 13 mörk. Sveinn kom til Þórs fyrir tímabilið 2009 og því er því næsta tímabil það tíunda hjá Þór. Áður hafði Sveinn Elías leikið með Leiftri/Dalvík og KA.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó