Arionbanki lokar á Ólafsfirði

Arion banki hefur sent frá sér tilkynningu um sameiningar á útibúum víðsvegar á landinu, en útibúið í Ólafsfirði mun sameinast útibúinu á Siglufirði. Áætlað er að útibúin sameinist í maímánuði, en áfram verður hraðbanki í Ólafsfirði þar sem hægt verður að taka út og leggja inn seðla, greiða reikninga og millifæra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Útibú Arion banka á Akureyri og Blönduósi munu flytja í nýtt húsnæði. Unnið er að því að velja nýtt húsnæði en við val á nýjum staðsetningum verður einkum horft til góðs aðgengis, möguleika á sveigjanlegri afgreiðslutíma og sólarhringsaðgengi að sjálfsafgreiðslulausnum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó