Umferðarslys varð skammt austan við Námaskarð í Mývatnssveit um klukkan hálf fjögur í dag þegar tveir bílar lentu saman. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að það megi búast við umferðartöfum á svæðinu á næstunni vegna þessa.
Í umfjöllun RÚV um málið segir að ekki sé vitað um alvarleg meiðsl á fólki að svo stöddu.