Harður árekstur varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar á Akureyri í gær. Umferðarljós á gatnamótunum eru óvirk vegna framkvæmda um þessar mundir. Þetta kemur fram á vef mbl.is.
Sjá einnig: Endurbætur á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar
Engin slys urðu á fólki þegar bílarnir skullu saman. Bílarnir sem um ræðir eru jeppi og fólksbíll og stórsér á fólksbílnum.