Áramótabrenna og flugeldasýning við Réttarhvamm á Akureyri

Áramótabrennan 2016. Mynd:Tryggvi Unnsteinsson

Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á glæsilega flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það er björgunarsveitin Súlur sem stendur fyrir viðburðinum með styrk frá Norðurorku.

Áramótagestir eru hvattir til að mæta með stjörnublys og hlífðargleraugu en ekki hafa meðferðis eigin flugelda. Bílastæði verða í nágrenni við brennuna en þeir sem búa nálægt svæðinu eru hvattir til að koma gangandi til að minnka umferð um svæðið.

Einnig verða áramótabrennur í Hrísey og Grímsey.  Í Hrísey hefst brennan kl. 17.00 og í Grímsey kl. 20.30

Upplýsingar um afgreiðslu- og opnunartíma um jól og áramót á Akureyri er að finna á visitakureyri.is.

Hlekkur á gagnlegt skjal Akureyrarstofu um það sem er að gerast á Akureyri um jól og áramót.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó