Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs í dag. Á Norðurlandi er nú þegar byrjað að hvessa verulega, sem kemur til með að aukast yfir daginn en lægja með kvöldinu.
Í staðarspá veðurfræðings fyrir Norðurland eystra það megi gera ráð fyrir norðaustanátt 18-25 m/s og talsverðri snjókomu en minnkandi frosti. Þá lægir og styttir upp að mestu annað kvöld.
Ekkert ferðaveður er meðan viðvörunin er í gangi en t.a.m. má búast við vindhviðum yfir 40 m/s undir Eyjafjöllum.
Góðu fréttirnar eru þær að það er spáð 8 stiga hita og sól á Akureyri á mánudaginn.
UMMÆLI