NTC

Appelsínugul viðvörun í gildi þar til á morgun

Appelsínugul viðvörun í gildi þar til á morgun

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna lægðar sem nú gengur yfir Norðurland. Viðvörunin tók gildi klukkan 18:00 í dag, mánudag og gildir í sólarhring. Sú appelsíngula leysti af hólmi gula viðvörun sem hafði verið í gildi frá því á miðnætti í gærnótt.

Viðvörunin nær yfir Norðurland allt, bæði eystra og vestra. Veðurstofan segir að búast megi við 10-15 metrum á sekúndu og snjókomu á fjallvegum, einkum á Tröllaskaga. Mælt er gegn ferðalögum á svæðinu. Í tilkynningu frá Lögreglu segir að viðvörunin komi aðallega til vegna snjókomu og ljóst sé að samgöngur geti raskast verulega.

Lögreglan biður þá sem þurfa að ferðast um fjallvegi að huga vel að dekkjabúnaði. Einnig bendir hún bændum á að huga að búfénaði sínum og gera viðeigandi ráðstafanir sé þess þörf.

Sambíó

UMMÆLI