NTC

Annar sigur Ásynja á Ynjum á innan við mánuði

Mynd: sasport.is

Markaveisla í Skautahöllinni í kvöld. Mynd: sasport.is

Leikið var í Hertz-deild kvenna í íshokkí í kvöld þegar lið Skautafélags Akureyrar, Ásynjur og Ynjur, mættust í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin bera höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni en þau höfðu mæst tvisvar áður í vetur þegar kom að leiknum í kvöld.

Ynjur unnu fyrsta leikinn en Ásynjur höfðu betur þegar liðin mættust aftur, í hörkuleik sem fram fór 6.desember síðastliðinn.

Í kvöld var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda en reynsluboltarnir í Ásynjum unnu sannfærandi fjögurra marka sigur, 8-4.

Markaskorarar Ásynja: Guðrún Blöndal 3, Birna Baldursdóttir 2, Anna Sonja Ágústsdóttir 1, Jónína Guðbjartsdóttir 1, Linda Brá Sveinsdóttir 1.

Markaskorarar Ynja: Sunna Björgvinsdóttir 2, Silvía Björgvinsdóttir 1, Berglind Leifsdóttir 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó