NTC

Annar sigur Akureyrar í röð

krissi201510

Kristján Orri átti frábæran leik á móti uppeldisfélagi sínu.

Akureyri Handboltafélag er komið á sigurbraut í Olís-deild karla eftir annan sigurinn á fjórum dögum.

Akureyri sótti Gróttu heim en fjögur stig skildu liðin að þegar kom að leiknum í dag. Heimamenn höfðu frumkvæðið framan af og voru tveim mörkum yfir í leikhléi.

Akureyringar mættu hinsvegar ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu undirtökunum í leiknum snemma í síðari hálfleik. Með sterkum varnarleik og stórkostlegri frammistöðu Kristján Orra Jóhannssonar í sókninni tókst Akureyri að innbyrða þriggja marka sigur, 18-21.

Markaskorarar Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 11, Karolis Stropus 3, Patrekur Stefánsson 2, Andri Snær Stefánsson 2, Arnþór Finnsson 1, Mindaugas Dumcius 1, Friðrik Svavarsson 1.

Markaskorarar Gróttu: Finnur Stefánsson 5, Leonharð Harðarson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Júlíus Þórir Stefánsson 2, Elvar Friðriksson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Árni Árnason 1, Þórir Traustason 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1.

Akureyri er nú komið með sjö stig en er enn í neðsta sæti deildarinnar, nú aðeins einu stigi frá næsta liði sem er Stjarnan.

 

 

Sambíó

UMMÆLI