Gæludýr.is

Annar flokkur KA vann grannaslaginn í átta marka leik

Kjarnafæðismótinu 2017 er lokið.

Kjarnafæðismótinu í fótbolta lauk í kvöld þegar annar flokkur KA vann sigur á jafnöldrum sínum úr Þór í leik um sjöunda sæti mótsins.

Úr varð hörkuleikur þar sem átta mörk voru skoruð og eitt rautt spjald fór á loft.

KA-menn voru skrefinu á undan og voru 4-1 yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Þórsarar gáfust ekki upp og náðu inn tveim mörkum á síðustu tuttugu mínútunum en Grenvíkingurinn knái, Björn Andri Ingólfsson, skoraði fimmta mark KA og gulltryggði þar með sigurinn.

KA 2 5 – 3 Þór 2
1-0 Bjarni Aðalsteinsson (’12)
1-1 Aron Kristófer Lárusson (’26)
2-1 Daníel Hafsteinsson (’33)
3-1 Brynjar Ingi Bjarnason, víti (’58)
4-1 Frosti Brynjólfsson (’65)
4-2 Marinó Snær Birgisson (’70)
5-2 Björn Andri Ingólfsson (’75)
5-3 Alexander Ívan Bjarnason, víti (’81)
Rautt spjald: Daníel Hafsteinsson, KA (´90)

Lokastaða Kjarnafæðismótsins 2017

1.sæti – Þór
2.sæti – KA
3.sæti – Völsungur
4.sæti – Magni Grenivík
5.sæti – Leiknir F.
6.sæti – KF
7.sæti – KA 2
8.sæti – Þór 2
Ekki var leikið um 9.sæti og deila því Fjarðabyggð og KA 3 9-10.sæti.

Besti leikmaður mótsins: Ármann Pétur Ævarsson (Þór)
Markakóngur mótsins: Áki Sölvason (KA)

Áki skoraði 11 mörk í 8 leikjum í Kjarnafæðismótinu.

Sambíó

UMMÆLI