Anna Sofia og Ágúst Bergur eru NorðurlandameistararMynd/fri.is

Anna Sofia og Ágúst Bergur eru Norðurlandameistarar

Norðurlandameistaramót í eldri aldursflokkum í frjálsum íþróttum fór fram í Osló um helgina. Íslenskir keppendur unnu 12 gullverðlaun og þar með 12 Norðurlandameistaratitla, sjö silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Á vef Frjálsíþróttasamband Íslands segir:

Anna Sofia Rappich (UFA) er tvöfaldur Norðurlandameistari í flokki 60-64 ára, en hún sigraði 60 m hlaupið og langstökkið. Hún hljóp 60 m á 8,88 sek, en það er bæting á eigin Norðurlandameti, og í langstökkinu var hún með aldursflokkamet þegar hún stökk 4,29 m.  Auk þessa þá nældi Anna sér í silfur í stangarstökki með stökk upp á 2,00 m.

Liðsfélagi hennar úr UFA, Ágúst Bergur Kárason, átti heldur betur flott mót, en hann vann til fernra verðlauna í flokki 50-54 ára og var með þrjár persónulegar bætingar. Hann varð Norðurlandameistari í 400 m hlaupi á 56,78 sek, sem er hans besti tími til þessa. Hann vann svo til silfurverðlauna í þrístökki með stökk upp á 11,14 m (PB), hástökki með stökk upp á 1,56 m og í 200 m hlaupi á tímanum 25,32 sek (PB).

Hægt er að sjá nánar á fri.is.

Sambíó
Sambíó