Anna Richards með gjörning í Kaktus

Listakonan Anna Richards heldur forvitnilegan gjörning í Kaktus næsta laugardag með Geysi, Karlakór Akureyrar. Fjöldi valinkunnra norðlenskra listamanna lagði hönd á plóginn til að verkið gæti orðið að veruleika. Gjörningurinn verður aðeins fluttur í eitt skipti í Kaktus, Hafnarstræti 73 á Akureyri, þar sem Dynheimar voru áður.

Gjörningurinn ber heitið Jellyme. Hugdettan að verkinu tengist foreldrum Önnu og þeirri staðreynd að Anna erfði kynstrin öll af sultu eftir þau. Anna segist einnig vera „soddan“ sulta sjálf.

Sóknaráætlun Norðurlands og Akureyrarstofa styrkja verkið sem verður sem fyrr segir í Kaktus. Sýningin hefst klukkan 16:00 laugardaginn 14. október. Enginn aðgangseyrir verður en það er stefna hjá Kaktus að hafa allar sýningar opnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó