Anna Rakel Pétursdóttir kjörin íþróttamaður KA 2017

Anna Rakel í leik með Þór/KA síðastliðið sumar

Knattspyrnukonan Anna Rakel Pétursdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður Knattspyrnufélags Akureyrar á 90 ára afmælishátíð félagsins.

Anna Rakel var hluti af liði Þór/KA sem varð íslandsmeistari í annað sinn síðastliðið sumar. Frammistöður Önnu fóru ekki framhjá knattspyrnuáhugafólki og vann hún sér meðal annars inn sæti í A-landsliðshópi íslands.

Anna Rakel lék sem vinstri vængbakvörður í meistaraliði Þór/KA síðasta þar sem hún skoraði 1 mark í 18 leikjum.

Umsögn frá knattspyrnudeild KA sem tilnefndi Önnu Rakeli sem íþróttamann ársins hjá félaginu segir: Anna Rakel er mikill KA-maður, góður liðsmaður og öflugur íþróttamaður sem átti frábært ár og er því vel að því komin að vera kandidat fyrir hönd knattspyrnudeildar í vali á Íþróttamanni KA 2017.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó