Anna Rakel, Andrea og Sandra í landsliðshópnum sem fer á Algarve Cup

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið hópinn sem fer á Algarve Cup í Portúgal.

Fyrsti leikur liðsins fer fram 28. febrúar þar sem liðið mætir Danmörku. Í riðlinum eru einnig Japan og Holland.

Þrjár konur úr Þór/KA eru í hópnum en þetta eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir og Sandra María Jessen sem er í augnablikinu á láni hjá Slavia Prag í Tékklandi.

Anna Rakel og Andrea Mist léku sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í janúar en Sandra á að baki 21 landsleik sem hún hefur skorað í 6 mörk.

Allar léku þær stórt hlutverk þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari á síðasta ári. Við óskum þeim góðs gengis á Algarve Cup.

Akureyringurinn Rakel Hönnudóttir sem leikur með LB07 í Svíþjóð er einnig í hópnum en hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2010.

Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan:

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó