Gæludýr.is

Anna Mjöll spilar á Græna hattinum í kvöld

Anna Mjöll

Meira en tvö ár er liðin síðan djasssöngkonan Anna Mjöll hélt eftirminnilega tónleika á Græna hattinum. Þeir sem misstu af henni þá geta tekið gleði sína á ný þar sem hún ætlar að endurtaka leikinn í kvöld, laugardag.

Á dagskránni eru lög sem eru þekkt í flutningi Ellu Fitzgerald, Astrud Gilberto, Söru Vaughan, Billie Holiday, Marlyn Monroe ofl.

Hljómsveitina skipa þeir Ludvig Kári Forberg, píanó, vibrafónn, Stefán Ingólfsson, bassi, Rodrigo Lopez, trommur, Kristján Edelstein, gítar. Sérstakur gestur verður Svanhildur Jakobsdóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

Sambíó

UMMÆLI