Anna María setti tvö Íslandsmet á Stóri Núpur Mótaröðinni

Anna María setti tvö Íslandsmet á Stóri Núpur Mótaröðinni

Fyrsta mót í Stóri Núpur Mótaröðinni í bogfimi var haldið gær laugardaginn 28 maí. Akureyringurinn Anna María Alfreðsdóttir úr ÍF Akur átti hreint frábæran dag í undankeppni mótsins og bætti Íslandsmet fullorðinna og U21 um fjögur stig með skorið 683.

Eldri metin voru 679 stig sem Anna var nýbúin að slá á Veronicas Cup Heimslistamótinu í Slóveníu 5-8 maí, þar sem hún vann einnig brons verðlaun fyrir Ísland. Anna María er nú besta von Íslands til þess að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 í trissuboga kvenna.

Faðir Önnu Maríu, Alfreð Birgisson, einnig úr ÍF Akur, átti einnig mjög góðan dag með skorið 673 sem er aðeins fjórum stigum frá Íslandsmeti trissuboga karla og hans persónulega besta skor. Þau feðgin voru svo efst í parakeppni í trissuboga og settu nýtt Íslandsmet félagsliða, 1356 stig.

Frábær byrjun á sumrinu hjá þeim en það er nóg framundan. Við munum sjá meira frá Önnu, Alfreð og 10 öðrum Íslendingum á Evrópumeistaramótinu sem byrjar næstu helgi í Munich Þýskalandi. Þá hefur Anna tryggt sér þátttökurétt á EM ungmenna sem fer fram í ágúst.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó