Anna María og Rakel verðlaunahafar á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi

Anna María og Rakel verðlaunahafar á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi

Anna María Alfreðsdóttir í íþróttafélaginu Akur á Akureyri vann brons í trissuboga kvenna U21 á Norðurlandameistarmóti ungmenna sem haldið var í gær á Haukavelli í Hafnarfirði. Anna María skoraði 606 stig og vantaði ekki mikið upp á að hún hefði tekið silfur á mótinu.

Rakel Arnþórsdóttir í ÍF Akur vann brons í sveigboga í 21 árs flokki. Sá flokkur var sérstaklega búinn til fyrir þetta mót svo að einstaklingar á síðasta ári í ungmennaflokki árið 2020 gætu tekið þátt en NUM 2020 var aflýst sökum heimsfaraldursins.

Alls voru 230 þátttakendur á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi um elgina en Ísland átti 19 keppendur á mótinu. 


Sambíó

UMMÆLI

Sambíó