Anna María Alfreðsdóttir, 17 ára stúlka frá Akureyri, var sigursæl á öðru Stóra Núps Meistaramótinu í bogfimi í ár. Þetta kemur fram á archery.is.
Anna María sem keppir fyrir ÍF Akur sigraði trissuboga kvenna flokkinn með gífurlegum yfirburðum mótinu. Ásamt því að taka Íslandsmetið í undankeppni í U21 og U18 flokki. Anna skoraði 641 stig á mótinu en Íslandsmetið var áður 632 stig í báðum tilfellum og var í eigu Eowyn Marie Mamalias frá Evrópuleikunum 2019.
Anna María var með rúmlega 100 stigum hærra skor en keppandinn í öðru sæti í undankeppni. Skorið hennar var nægilega hátt til þess að hún flokkist sem Afreksfólk hjá Bogfimisambandi Íslands í trissuboga kvenna. En viðmiðin þar eru lágmarksviðmið frá Evrópu bogfimisambandinu WorldArcheryEurope fyrir Evrópuleika.
Í gull keppninni keppti Anna María og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir í BF Boganum og Anna vann gullið örugglega 135-119. Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga kvenna U18 og U21 er 136 stig, ef Anna María hefði skorað 2 stigum hærra hefði hún slegið 4 Íslandsmet samtals á mótinu og því um gífurlega góða frammistöðu að ræða hjá Önnu. Eva Rós Sveinsdóttir í BF Hróa Hetti tók bronsið í trissuboga kvenna.
Mótið var haldið að Stóra Núpi í Gnúpverjahrepp rétt fyrir utan Selfoss. En fyrsta móti mótaraðarinnar var aflýst vegna Covid-19. Þriðja mótið verður haldið á Ágúst og er hægt að finna upplýsingar um það https://archery.is/events/stora-nups-meistaramotarodin-agust/
UMMÆLI