Anna María best Íslendinga á EM í Munich

Anna María best Íslendinga á EM í Munich

Anna María Alfreðsdóttir úr íþróttafélaginu ÍF Akur á Akureyri stóð sig best af Íslensku keppendunum undankeppni EM í bogfimi sem fór fram í Munich í Þýskalandi um helgina. Anna María endaði í 22. sæti á mótinu með 680 stig. 104 efstu keppendur í hverri grein halda áfram í lokakeppni EM.

Anna María keppir fyrir hönd Íslands í trissuboga. Í fyrsta útslætti keppti Anna á móti Liliana Cardoso frá Portúgal, þar vann Anna örugglega 145-128. 145 er einnig nýtt Íslandsmet í U21 flokki trissuboga kvenna.

Í 32 manna lokakeppni mætti Anna Asey Bera Suzer frá Tyrklandi þar sem sú Tyrkneska hafði betur og sló Önnu út af EM.

Lokaniðurstaða Önnu á EM var 17. sæti í einstaklingskeppni, en ef hún hefði unnið útsláttinn hefði hún komist í 16 manna úrslit og líklegast unnið þátttökurétt á Evrópuleikana í Krakow Póllandi 2023. Anna hefur meðal annars sett miðið á að ná sæti á Evrópuleikana fyrir Ísland á síðasta undankeppnismóti leikana í Bretlandi í apríl á næsta ári.

Anna var efst í undankeppni af Íslensku konunum og því skipaði hún blandaða liðið með hæst skorandi Íslenska karlinum Alfreð Birgisson, sem er faðir Önnu. Þau slóu landsliðsmet í trissuboga blandaðri liðakeppni. Þau voru slegin út af Austurríki í 24 liða lokakeppni EM 155-149 af Nico Wiener núverandi heimsmeistara og liðsfélaga hans Ingrid.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó