Þrjár konur úr knattspyrnuliði Þór/KA voru valdar í landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir leiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM í byrjun september.
Ísland er á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina og getur tryggt sér sæti á HM með sigri gegn Þjóðverjum.
Þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sandra María Jessen eru allar í landsliðshópnum. Þær hafa allar spilað lykilhlutverk hjá Þór/KA í sumar.
👇 Our squad for the games against Germany and Czech Republic at the start of September.#dottir pic.twitter.com/RMPTNfVA3c
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 20, 2018
UMMÆLI