Akureyri Handboltafélag hélt lokahóf sitt í gærkvöldi þar sem þeir leikmenn sem þóttu hafa skarað fram úr í vetur voru verðlaunaðir en Akureyri lauk keppni í neðsta sæti Olís-deildar karla og mun því leika í næstefstu deild á næstu leiktíð.
Fyrirliði liðsins, Andri Snær Stefánsson, var valinn besti leikmaður liðsins en þetta er í þriðja skipti sem hann hlýtur þessa viðurkenningu að því er segir á heimasíðu félagsins. Þessi kraftmikli vinstri hornamaður skoraði 83 mörk í 27 leikjum í Olís-deildinni í vetur.
Aðrir sem fengu verðlaun
Efnilegasti leikmaður: Patrekur Stefánsson
Besti varnarmaður: Róbert Sigurðarson
Besti leikmaður: Andri Snær Stefánsson
Besti sóknarmaður: Mindaugas Dumcius
Ungmennalið Akureyrar:
Besti leikmaður: Arnþór Gylfi Finnsson
Efnilegasti leikmaður: Hafþór Vignisson
UMMÆLI