NTC

Andri Hjörvar tekur við Þór/KAMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Andri Hjörvar tekur við Þór/KA

Andri Hjörvar Albertsson hefur tekið við sem þjálfari knattspyrnuliðs Þórs/KA. Andri gerir þriggja ára samning við Þór/KA en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Halldórs Sigurðssonar, Donna.

„Ég er spenntur fyrir verkefninu. Framundan eru spennandi tímar í kvennaboltanum á Akureyri og ég er þakklátur stjórn Þórs/KA fyrir tækifæri til að takast á við þetta verkefni og stýra því ásamt því góða fólki sem er til staðar innan klúbbsins,“ segir Andri Hjörvar í samtali við thorsport.is.

Nói Björnsson, formaður stjórnar Þórs/KA, segir ánægjulegt að geta ráðið mann innan starfsins hjá Þór/KA sem þekkir vel til liðsins og hafi sýnt og sannað á undanförnum árum að hann eigi þetta tækifæri skilið og sé spennandi kostur fyrir liðið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó