NTC

Andrésar andar leikarnir settir í dag

Andrésar andar leikarnir verða settir í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri við hátíðlega athöfn. Mótið er keppni í alpagreinum skíðaíþrótta, skíðagöngu og á snjóbretti. Keppendur eru á aldrinum 5-15 ára og er mótið stærsta skíðamót landsins og hefur verið haldið frá árinu 1976 í Hlíðarfjalli.

Um það bil 800 keppendur keppa á leikunum í ár og reikna má með að mikill fjöldi heimsæki Akureyri þessa helgina, þar sem margir foreldrar og aðrir aðstandendur fylgja keppendum. Keppni hefst svo á morgun, fimmtudag og keppt verður í öllum greinum fram á laugardag.

Fylgjast má með fréttum af leikunum á Facebook síðu leikanna hér en úrslit verða birt á www.skidi.is.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó